JH Trésmíði

JH-Trésmíði er rótgróið fyrirtæki sem tekur að sér öll verkefni stór eða smá. Nýbyggingar, breytingar á húsnæði jafnt og smærri verk sem þarf að leysa bæði fyrir heimili og fyrirtæki.

Heildarlausn framkvæmda

Við útvegum alla þá iðnaðarmenn sem þarf til verksins. Hvort sem það eru píparar, rafvirkjar, múrarar og málarar. Auk þess sjáum við um að óska tilboða hjá þessum aðilum og öll samskipti við þá sem koma að verkinu fyrir viðskiptavini.
Samtök iðnaðarins

Við tökum að okkur:

  • Nýbyggingar

  • Viðhald og breytingar fasteigna

  • Sérsmíði

  • Innréttingar

  • Skjólveggir

  • Sólpallar

  • Kerfisveggir og kerfisloft fyrir skrifstofur

  • Húsgagnasmíði

  • Byggingastjórnun

Starfsmenn

Magnús Örn Jóhannsson - Sími: 897-1334Húsasmiður / Byggingastjóri
Er eigandi fyrirtækisins og tók við af föður sínum Jóhanni Haukssyni sem stofnaði það árið 1978. Magnús lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík í húsasmíði og hefur lokið meistaraprófi í húsasmíði og auk þess réttindi sem löggildur byggingarstjóri frá Mannvirkjastofnun.
 

Jóhann HaukssonHúsgagnasmiður
Hefur verið í sjálfstæðum rekstri frá árinu 1978. Lauk námi í húsgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Jóhann hefur setið í sveinsprófsnefnd húsgagnasmiða og verið prófdómari hjá húsgagnanemum. Auk þess hefur Jóhann verið í stjórn hjá félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Fyrirtækið er innan Samtaka Iðnaðarins.

 

Jóhann Örn MagnússonHúsasmiður
Er sonur Magnúsar og lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum.

Verkefnamappan